sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helgarreiðnámskeið fyrir hræddar konur 19.-21. febrúar 2010

1. febrúar 2010 kl. 08:59

Mynd: www.hestheimar.is

Helgarreiðnámskeið fyrir hræddar konur 19.-21. febrúar 2010

Verð aðeins 25.000,- fyrir reiðkennslu, hest, reiðtygi, gistingu í 2 nætur, hádegisverð á laugardeginum o.fl. Þau eru sívinsæl, námskeiðin okkar fyrir hræddar konur sem verða hugrakkar í Hestheimum.)
Nú þegar eru bókuð þrjú pláss á námskeiðinu 19.-21. febrúar !

Haldið aftur vegna ánægju með fyrri námskeið og mikillar eftirspurnar. Kennari verður hinn reynslumikli réttindakennari Barbara Meyer sem hefur m.a. kennt á Hólum við reiðkennaradeildina þar. Nú er tækifærið að yfirvinna óttann og hafa gaman að þessu :) Frábær kennsluaðstaða í reiðhöllinni.

Gisting í okkar notalega Gestahús þar sem er heitur pottur. Pantanir óskast staðfestar sem fyrst
Ánægðir nemendur með aukinn kjark og þor eru okkar besta auglýsing. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar í síma. 487-6666 og hestheimar@hestheimar.is

Við tökum vel á móti þér !