þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helgarnámskeið með Jóhanni Kr. Ragnarssyni

8. febrúar 2017 kl. 10:50

Salka frá Lækjarbotnum. Knapi Jóhann Kristinn Ragnarsson.

Fræðslunefnd Spretts heldur námskeið daganna 17. - 19. febrúar

Þá er komið að næsta námskeiði sem fræðslunefnd Spretts stendur fyrir þetta árið. Nú bjóðum við uppá helgarnámskeið hjá Jóhanni Kr Ragnarssyni helgina 17. – 19. febrúar.

Jóhann þarf vart að kynna fyrir hestafólki, hann hefur staðið sig frábærlega bæði á keppnisvellinum og við sýningar á kynbótahrossum. Þá var Jóhann ennfremur valinn Íþróttamaður Spretts 2015

Kennsla fer þannig fram að föstudaginn 17. febrúar verða kenndir hálftíma einkatímar, til að kynnast knapa og hest. Laugardag og sunnudag verður svo kennt í 40 minútna einkatímum
Verð er 27.000 kr fyrir hvern þátttakanda.
Skráning mun fara fram í gegnum Sportfeng, en vegna gagnagrunnsuppfærslu hjá síðunni mun skráning ekki hefjast fyrr en þriðjudaginn 7. febrúar. Skráningarfrestur er til og með miðvikudeginum 15. febrúar.Nefndin áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið ef þáttaka er ekki næg.Kveðja, fræðslunefnd Spretts.