sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helgarnámskeið á Húsavík

18. mars 2014 kl. 12:00

Hólaskóli

Reiðkennaraefni Hólaskóla með námskeið

Helgarnámskeið dagana 22-23. Mars. 2014 á Húsavík. Kennaraefni Hólaskóla eru nú að fara á víð og dreif um landið með námskeið er ber heitið Ísland í dag. Þrír metnaðarfullir og frískir drengir munu halda til Húsavíkur þessa helgi og vonast eftir að geta miðlað sinni þekkingu til annarra reiðmanna. 

Námskeiðið er fyrir áhugasama hestamenn sem vilja auka þekkingu sína á reiðmennsku. 

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi atriði: 

 Uppbygging á góðum reiðhesti 
 Gangtegundaþjálfun 
 Framfótarsnúning 
 Vinna við hendi 
 Þjálfunarstiginn og markmiðasetningu 

Kennaraefni: Bjarki Þór Gunnarsson, Hilmar Þór Sigurjónsson og Hjörvar Ágústsson. 

Forkröfur námskeiðs: Nemendur þurfa að hafa náð 14 ára aldri og hestar skulu vera vel reiðfærir og æskilegt er að hestar séu spennulausir. 

Skráning fer fram á netfangið bjgu@mail.holar.is og rennur skráningarfrestur úr 20. Mars. Koma þarf fram nafn nemanda og hests, aldur og stutt lýsing á hestinum. Einngi er hægt að skrá sig í síma 848-0625 Hjörvar Hámarksfjöldi á námskeið er 12 manns. Verð á námskeiðið er 5000 kr sem miðast við 12 manns. Kennt verður bæði í hópa og einstaklingstímum. 

Kenndir tímar (miðað við hvern nemanda): 

 2 klst Bókleg kennsla 
 1 ½ klst Hópkennsla 
 1 klst Einkakennsla