mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heldur sigurganga Eyjólfs áfram?

24. febrúar 2011 kl. 13:04

Heldur sigurganga Eyjólfs áfram?

Töltkeppni KEA mótaraðarinnar fer fram í kvöld en alls eru 40 keppendapör skráð til leiks. Þar á meðal er Eyjólfur Þorsteinsson sem hefur farið mikinn fyrir norðan síðastliðinn mánuð og sigrað þrjú mót. Og það á þremur hrossum.

Hann vann fjórgangskeppni KEA mótaraðarinnar í byrjun mánaðarins á Ósk frá Þingnesi. Í fjórgangskeppni KS-deildarinnar fór hann með sigur af hólmi á Klerki frá Bjarnanesi. Þá mætti hann til í Skautahöll Akureyrar með Kommu frá Bjarnanesi og sigraði glæsilega Bautatöltið sl. sunnudag.

Nú mætir Eyjólfur með fjórða gæðinginn, hinn 6 vetra jarpa Hlekk frá Þingnesi, sem er í eigu föður knapans.

Nú er spurningin: Tekur Eyjólfur fjórða bikarinn með sér heim?

Keppnin hefst kl. 19 í kvöld í Top Reiter höllinni á Akureyri og er aðgangseyrir er 500 kr.

Hér má finna ráslista kvöldsins.