mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heldur 3 mót

Óðinn Örn Jóhannsson
2. ágúst 2018 kl. 08:10

LM Hópreið

Hestamannafélgið Geysir mun hafa nóg að gera núna í ágústmánuði.

Hestamannafélgið Geysir mun hafa nóg að gera núna í ágústmánuði hvað varðar mótahald, en það munu fara fram 3 mót á Rangárbökkum við Hellu núna í ágúst.

 

Fyrst ber að nefna Gæðingamót Geysis sem haldið verður helgina 10-12 ágúst og keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, A- og B-flokki gæðinga ásamt 250m, 150m og 100m skeiði. Skráningu lýkur þriðjudaginn 7.ágúst.

 

Næsta mót þar á eftir er Suðurlandsmót Yngriflokka sem fram fer helgina 17-19 ágúst og veður keppt í eftir farandi:

ungmennaflokkur: T1, V1, T4, F2, gæðingaskeið.

unglingaflokkur; T3, V2, T4, F2, gæðingskeið

barnaflokkur: T3, T7, V2.

pollaflokkur: þrautabraut á hringvellinum

Skráningu lýkur þriðjudaginn 14.ágúst

 

Síðasta mótið í þessari mótahringu er WR Suðurlandsmót sem haldið verður helgina 24-26. ágúst og keppt verður í eftirfarandi:

Opinn flokkur: T1, T3, T2, T4, V1, V2, F1, F2, PP1(gæðingaskeið), P1(250m skeið), P3(150m skeið), P2(100m skeið)

Skráningu lýkur þriðjudaginn 21.ágúst.

Aðeins einn styrkleikaflokkur er á mótinu og geta því knapar skráð sig í allar greinar.

allt þetta er birt með fyrirvara um mannleg misstök.

Stjórn Geysis