miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helbrigðir hestar úr Kjalarferð

1. júlí 2010 kl. 21:00

Helbrigðir hestar úr Kjalarferð

Eiðfaxi heyrði í Páli Stefánssyni dýralækni á Stuðlum í Ölfusi í dag, en Páll var þá nýkominn frá því að skoða 50 hesta sem voru að koma úr Kjalarferð á vegum Eldhesta.

Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að hestarnir sem voru allir að koma úr margra daga nokkuð erfiðu ferðalagi um fjöll og firnindi voru allir stálhraustir og var ekki veikindamerki að finna á einum einasta hesti. 

Það er til gott til þess að vita að fyrirtækin sem gera út á hestaferðir skuli taka þessi mál það alvarlega að kalla til dýralækna til þess að skoða hópinn og fullvissa sig um að ekki sé verið með veika hesta í hópunum.

Ekki er annað að sjá en lífið fari nú smátt og smátt að færast í eðlilegt horf hjá okkur hestamönnum og allir þeir fjölmörgu aðilar sem byggja sína afkomu á íslenska hestinum á einn eða annan hátt fari að sjá fram á betri tíma. -hg