miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hekla samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina

22. júlí 2012 kl. 16:57

Hekla samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina

Hekla Katharína Kristinsdóttir varð sigurvegari í samanlögðum fjórgangsgreinum en hún var á hestinum Vígari frá Skarði en Vígar er 15 vetra Ófeigssonur. Vígar og Hekla voru í öðru sæti í fjórgangnum og í því áttunda í töltinu með einkunnina 8,70. 

"Þetta var bara gaman. Hann er ofsalega skemmtilegur hestur og svakalega mikill og sterkur karakter. Þetta er einfaldlega besti hestur sem ég hef nokkurn tíman farið á bæði hvað varðar getu og karakter. Vígari finnst gaman að keppa og hann veit að um leið og hann kemur inn á völlinn að þá er "showtime"", segir Hekla Katharína en hún ákvað að draga þau Vígar úr b úrslitunum í tölti og einbeita sér alfarið að fjórgangnum.

Vígar er í eigu systir Heklu, Rakelar Natalie Kristinsdóttur, en Hekla fékk Vígar lánaðan á Íslandsmótið. "Rakel tók þá ákvörðun að fara ekki með Vígar á Íslandsmótið hjá yngri flokkunum og mér fannst svolítil synd að láta þennan spriklandi gæðing, í fullu formi, standa inn í húsi. Þannig að það var tekin sú ákvörðun að ég færi með hann og sé sko ekki eftir því að hafa fengið hann að láni" segir Hekla hæst ánægð.