miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heitþurrkaðir hálmkögglar undir hross

Jens Einarsson
3. janúar 2011 kl. 10:02

Ódýr og náttúruvænn undirburður segir innflytjandinn

Ragnar Eggert Ágústsson, tamningamaður og Sörlamaður, hefur undanfarin misseri starfað við tamningar og reiðkennslu í Skandinavíu. Hann hóf í lok síðasta árs innflutning á heitþurrkuðum   hálmkögglum frá Danmörku, sem er undirburður undir hesta og annað búfé. Tonnið kostar 65 þúsund krónur og 13 kílóa balli 1000 krónur.

Ragnar segir að upphaflega hafi ætlunin einungis verið að útvega sjálfum sér ódýran undirburð, en fljótlega hafi kunningjar runnið á lyktina og viljað kaupa. Hálmkögglarnir dragi í sig um 40% meiri raka en venjulegir tréspænir. Þeir séu einkum ætlaðir í safnstíur, en fólk sem moki daglega undan hrossum sínum hafi einnig prófað þá með góðum árangri. Einnig sé jákvætt við hálmköggla að þeir brotni fyrr niður í náttúrunni en tréspænir og séu því "áburðarvænni" og þar með náttúruvænni í húsdýraáburði.

Ragnar flutti einn gám af hálmkögglum til landsins fyrir jólin og hann seldist upp á nokkrum dögum. Von á er á öðrum gámi fljótlega. Þeir sem vilja kynna sér málið geta haft samband við Ragnar í síma 868-6220.