þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heita svæðið aftur í loftið -

2. september 2010 kl. 15:51

Heita svæðið aftur í loftið -

Á íslandsmótinu um síðustu helgi vorum við hér á eiðfaxi.is með hraðann og ítarlegan fréttaflutning af mótinu ásamt myndum og viðtölum við fólk á staðnum.

Fréttirnar var hægt að nálgast allar á einum stað með því að ýta á vefborðann efst á síðunni sem við köllum „heita svæðið“.  
 
Á morgun hefst Meistaramót Andvara á Kjóavöllum og ætlum við að hafa sama háttinn á hvað varðar fréttaflutning.
Með því að smella á borðann efst á síðunni þá kemur upp síða þar sem allar fréttir af mótinu eru á sama stað og í tímaröð.
Eiðfaxamenn verða á mótinu og flytja þeim sem ekki komast á mótið jafnóðum fréttir og myndir af því sem gerist.