mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsmet staðfest!

3. júlí 2014 kl. 17:39

Hleð spilara...

Myndband af metsprettinum.

Bjarni Bjarnason var rétt í þessu að sigra 250m. skeiðið á Landsmótinu á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum. En ekki nóg með það þá slógu þau út Íslandsmetið og heimsmetið og verður því nýja metið 21,76 sek. 

Gamla Íslandsmetið var 21,89 sek. en það var sett á Selfossi árið 2011 af Elvari Einarssyni og Kóngi frá Lækjarmóti. Gamla Heimsmetið var 21,84 sek. sett árið 2012 af Albin Af Klintberg.