þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsmeistarinn Guðmundur Einarsson mætir

12. ágúst 2010 kl. 23:49

Heimsmeistarinn Guðmundur Einarsson mætir

Guðmundur Einarsson, heimsmeistari og Norðurlandameistari í skeiðgreinum, mun koma til Íslands í haust og miðla af þekkingu sinni á hátíðarsýningu Félags Tamningamanna, sem haldinn er í tilefni af 40 ára afmæli félagsins.  

 
Árangur Guðmundar á skeiðbrautinni undanfarin ár hefur verið gríðarlega góður og vakið mikla athygli.  Það er Félagi Tamningamanna mikill heiður að fá Guðmund á sýninguna og eru hestamenn hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að læra um þjálfunaraðferðir hans og reiðmennsku. 
 
Afmælishátíð Félags Tamningamanna verður haldin þann 11.september í Reiðhöllinni í Viðidal í Reykjavík. Dagskráin verður þétt skipuð, mikið verður um að vera, svo takið daginn frá.