miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsmeistarar í tölti T1 með 9,61 í einkunn!

Herdís Reynis
11. ágúst 2013 kl. 09:35

Jóhann Skúlason og Hnokki í úrslitum í tölti á HM í Berlín 2013

Jóhann R. Skúlason og Hnokki frá Fellskoti hlutu ævintýralega einkunn rétt í þessu, 9,61, með 10 fyrir yfirferðatölt hjá 4 af 5 dómurum!

Jói Skúla og Hnokki komu, sáu og sigruðu, enn á ný! Og undirspilið í verðlaunaafhendingunni er sama lag og þeir félagar riðu við í forkeppninni, "First we take Manhattan, then we take BERLIN"!

Í forkeppninni sýndi Jóhann R. Skúlason Hnokka frá Fellskoti í frábæra einkunn, 9,20  sem var 90 kommum hærra en næsta par í úrslit, Nils Christian Larsen og Moli frá Skriðu sem hlutu 8,30.Nú bættu þeir um betur og hlutu 9,61 sem er án efa hæsta einkunn sem nokkur hefur hlotið í T1 til þessa.

Margt getur hins vegar gerst í úrslitum eins og Jói veit manna best. Það er því alltaf mikil spenna í loftinu og allir hestarnir í þessum úrslitum voru gríðargóðir þótt engum hafi tekist að veita Jóa og Hnokka alvöru samkeppni að þessu sinni.

POS # RIDER / HORSE TOT
01: 013 Jóhann R. Skúlason [WC] [IS] – Hnokki frá Fellskoti [IS2003188470] 9,61
SLOW 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 9,5 = 9,33
LENG 9,0 – 9,5 – 9,5 – 9,5 – 9,5 = 9,50
FAST 10,0 – 10,0 – 10,0 – 9,0 – 10,0 = 10,00
02: 186 Karly Zingsheim [DE] – Dagur [DE2001143741] 8,33
SLOW 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,0 = 8,33
LENG 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 8,0 = 8,17
FAST 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 8,0 = 8,50
03: 123 Anne Stine Haugen [WC] [NO] – Muni frá Kvistum [IS2003181964] 8,28
SLOW 8,5 – 9,0 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,67
LENG 8,0 – 8,0 – 9,0 – 8,5 – 8,0 = 8,17
FAST 9,0 – 7,5 – 8,0 – 7,5 – 8,5 = 8,00
04: 011 Hinrik Bragason [IS] – Smyrill frá Hrísum [IS2001155170] 8,22
SLOW 8,5 – 8,5 – 7,5 – 8,0 – 8,5 = 8,33
LENG 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 = 8,17
FAST 8,0 – 8,0 – 8,5 – 7,5 – 9,0 = 8,17
05: 133 Nils Christian Larsen [NO] – Moli frá Skriðu [IS2001165302] 8,17
SLOW 8,5 – 9,0 – 7,5 – 8,0 – 8,0 = 8,17
LENG 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 7,5 = 8,33
FAST 8,0 – 8,0 – 9,0 – 8,0 – 8,0 = 8,00

06: 052 Isabelle Felsum [DK] – Viktor fra Diisa [DK2004103659] 8,11

SLOW 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,0 = 8,00
LENG 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 8,00
FAST 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 = 8,33