miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsmeistarar stíga á stokk

9. mars 2016 kl. 12:13

Sigurður Sigurðarson og Arna frá Skipaskaga munu keppa í tölti á HM í Herning. Ljósmyndari: Jón Björnsson

Þeir allra sterkustu.

Töltmót landslilðsnefndar "Þeir allra sterkustu" er eitt allra sterkasta töltmót ársins. Mótið í ár verður þann 26. mars í Samskipahöllinni í Spretti. Miðasala hefst í vikunni og fyrstir koma fyrstir fá! Í fyrra var höllin troðfull en það var í fyrsta skiptir sem mótið var haldið á þessum stað og utan Skautahallarinnar í Laugardal. 

Mótið tókst afar vel og er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir landslið Ísland í hestaíþróttum en í ágúst mun liðið taka þátt í Norðurlandamótinu í Biri í Noregi.

Stemningin í Samskipahöllinni verður frábær ef marka má undirtektir knapa og annarra hestamanna, enda verður dagskráin þétt og spennandi.

  • Glæsilegir töltarar
  • Heimsmeistaraatriði
  • Magnaðir stóðhestar
  • Happdrætti
  • Stóðhestavelta
  • Skemmtiatriði og tónlist
  • Veitingasala

Það ætlar enginn að missa af þessu kvöldi!

Landsliðsnefnd LH