laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsmeistarar í ræktun

4. janúar 2017 kl. 14:54

Jóhann Skúlason og Hvinur frá Holtsmúla á HM2005 í Svíþjóð. Jóhann hampaði tölthorninu það árið, í þriðja sinn.

Hvernig reynast keppnishestarnir sem ræktunarhestar

Á seinni árum hafa keppnishestar í fremstu röð komið úr röðum hátt dæmdra stóðhesta. Eins og flestir þekkja þá eiga þeir hestar sem fara út og keppa sem fulltrúar Íslands ekki afturkvæmt en höfum við tapað frá okkur verðmætu erfðaefni í þessum hestum sem hafa náð einna bestum árangri á keppnisvöllum utan Íslands?

Æðsta viðurkenning sem hægt er að ná í Íslandshestaheiminum á erlendri grundu er heimsmeistaratitill og ákvað því blaðamaður Eiðfaxa að kanna hvernig þeir stóðhestar sem fæddir voru á Íslandi og náðu þessum árangri hafi reynst sem kynbótahestar. Þeir hestar sem þessi úttekt tekur til eru fæddir á árunum 1989 til 1997 en fleiri stóðhestar hafa náð þessum árangri eins og Hnokki frá Fellskoti og Hrímnir frá Ósi en látum þá bíða. Þessir hestar eiga frá 84–250 skráð afkvæmi og voru fluttir út á árunum 1995 til 2007.

Þetta eru sjö stóðhestar en tveir þeirra eru heimsmeistarar í fjórgangi, þrír í fimmgangi og tveir í tölti. Fjallað er um þessa hesta í nýjasta tölublaði Eiðfaxa en hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með tölvupósti eidfaxi@eidfaxi.is. Einnnig er hægt að nálgast Eiðfaxa í öllum hestavöruverslunum landsins.