sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsmeistaramóti 2013 lokið

Herdís Reynis
11. ágúst 2013 kl. 16:20

Heimsmeistaramótslok

Berlín enn full af Íslandshestaunnendum.

Heimsmeistaramótinu er nú formlega lokið. Öll liðin söfnuðust saman á hringvellinum til að kveðja eins og venja er.

Ísland hlaut liðabikarinn sem veittur er í lokaathöfninni fyrir besta gengi landsliðs.

Eiðfaxi óskar heimsmethöfum og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju og þakkar fyrir sig.

Frekari molar og fréttir munu rjátlast inn á næstunni af þessu stórgóða móti í Berlín sem þó hafði sína vankanta eins og kannski flest mót.