þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsmeistaramót fjarlægur draumur

16. október 2015 kl. 12:00

Kristín Lárusdóttir og Þokki frá Efstu-Grund Mynd: Frida Hermansson - www.fridahermansson.com

Kom mörgum á óvart.

Kristín Lárusdóttir taldi það vera fjarlægan draum að komast í íslenska landsliði fyrir heimsmeistaramótið í Danmörku og hvað þá að hún myndi næla sér í eftirsóttustu verðlaun heimsleikana, gullverðlaun í töltkeppni, Tölthornið sjálft.

 „Það var ákveðið ívetur að reyna að stefna á að komast í liðið. Þaðmá kannski segja að byrjunin á því hafi verið þegar að vinur minn kom til mín og sagði við mig að ég ætti að stefna með hann sjálf og verða heimsmeistari á honum. Hann sagði: „ekki láta einhverja strákagutta kaupa hann og auglýsa sig á honum.“ Mér fannst þessi draumur ansi fjarlægur.“

Þó er greinilegt eitthvað hafa orð vinarins haf áhrif á hana úr því að stefnan var svo sett á Heimsmeistarmót. Undirbúningur gekk vel og unnið var hörðum höndum að markmiðinu. En eins og margir muna var Kristín ekki með tryggt sæti í liðinu fyrren á lokametrunum. „Maður er náttúrulega valinn íliðið af því að maður á að vinna“ segir Kristín,hógvær en greinilega með markmiðssetningu í lagi.„ Ég held að það hafi ekki allir haft trú á mér. Þegar ég horfi á viðtöl í dag sem tekin voru fyrir HM og á HM eru ekki margir sem nefna mitt nafnþegar verið er að spyrja hverjir verði heimsmeistarar. Ég var heppin því ég fann ekki fyrir neinni pressu og við vorum bæði sultuslök."

Viðtal við Kristínu Lárusdóttur má nálgast í 9. Tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.