þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimslistinn í tölti

22. júlí 2019 kl. 12:00

Jakob og Júlía frá Hamarsey eru efst á stöðulista í tölti

Íslenskir knapar í þremur efstu sætum

 

 

Nú er flestum þeim alþjóða mótum (e. world ranking) lokið sem fyrirhuguð voru í aðdraganda heimsmeistaramóts. Flestar þær þjóðir sem tilkynnt hafa um þátttöku á HM í Berlín hafa gefið það út hvaða hross og knapar mæta til leiks fyrir þeirra hönd.

Heimslistinn (e.world ranking) er því orðinn mjög marktækur og lýsandi fyrir árangur knapa undanfarinn tvö ár. Stöðulistinn er reiknaður út frá þremur bestu einkunnum knapa í hverri keppnisgrein óháð því hvaða hest hann situr.

Þegar stöðulistinn í tölti T1 er skoðaður má sjá að þrír efstu knaparnir eru íslenskir landsliðsmenn. Efstur á stöðulistanum er Jakob Svavar Sigurðsson og eru þrjár hæstu einkunnir hans í tölti allar á Júlíu frá Hamarsey. Hann mætir með Júlíu á HM og er líklegur til sigurs í T1.

Í öðru sæti á listanum er Árni Björn Pálsson en tvö hross eru til grundvallar hjá honum þau Ljúfur frá Torfunesi og Hátíð frá Hemlu II. Árni varð Íslandsmeistari í tölti á Hátíð. Ljúfi hefur hann ekki teflt fram í keppni þetta árið en sýndi hann hins vegar í kynbótadómi þar sem hann hlaut m.a. einkunnina 10,0 fyrir tölt. 

Jafn Árna Birni á stöðulistanum í tölti er svo Jóhann R. Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum. Jóhann og Finnbogi eru fulltrúar Íslands á HM og eru til alls líklegir.

Hér fyrir neðan má sjá tíu efstu knapa á stöðulista í tölti

sæti var áður.  Knapi                                Meðaltal

1       (1)            Jakob Svavar Sigurðsson   8.877

2      (3)             Árni Björn Pálsson              8.790

2      (2)             Jóhann R. Skúlason            8.790

 

4       (5)            Nils Christian Larsen          8.687

5       (4)            Karly Zingsheim                 8.667

6       (8)            Viðar Ingólfsson                 8.520

7       (7)            Uli Reber                           8.433

8       (10)          Bernhard Podlech              8.420

9       (9)            Lisa Drath                          8.333

10     (20)          Siguroddur Pétursson        8.323

 

 

 

Upplýsingarnar voru fengnar á heimasíðu FEIF