föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimslistinn í gæðingaskeiði

30. júlí 2019 kl. 14:00

Magnús Skúlason og Valsa från Brösarpsgården.

Bergþór Eggerts í þriðja sæti, Magnús Skúlason langefstur!

 

Nú er flestum þeim alþjóða mótum (e. world ranking) lokið sem fyrirhuguð voru í aðdraganda heimsmeistaramóts. Flestar þær þjóðir sem tilkynnt hafa um þátttöku á HM í Berlín hafa gefið það út hvaða hross og knapar mæta til leiks fyrir þeirra hönd.

Heimslistinn (e.world ranking) er því orðinn mjög marktækur og lýsandi fyrir árangur knapa undanfarinn tvö ár. Stöðulistinn er reiknaður út frá þremur bestu einkunnum knapa í hverri keppnisgrein óháð því hvaða hest hann situr.

Ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði er Magnús Skúlason á Völsu frá Brösarpsgården. Hann hefur mikla yfirburði þegar heimslistinn í gæðingaskeiði er skoðaður og er með 9,253 í einkunn út úr þremur bestu sprettum. Magnús verður að þykja sigurstranglegur á heimsmeistaramótinu sem framundan er.

Vicky Eggertsson er í öðru sæti en hryssa hennar í gæðingaskeiði er Salvör vom Lindenhof. Vicky er í Þýska landsliðinu á HM en hún mætir ekki með Salvör þar heldur Gand vom Sperlinghof sem hún keppir á í fimmgangi og fimmgangsgreinum.

Þriðji á listanum er Íslenski landsliðsknapinn Bergþór Eggertsson en tveir hestar eru til grundvallar hjá honum þeir Besti frá Upphafi og Dynfari frá Steinnesi. Hæsta einkunn hans er 8,71 sem hann náði á Besta frá Upphafi á þessu ári. Hann hefur einnig náð góðum árangri á Dynfara, en Teitur Árnason verður knapi á honum á HM.

 

 

 

Pos.

Prev.

Rider

Average

Best 3 marks

1

(1)

Magnús Skúlason

9.253

9.50; 9.17; 9.09 (of 6)

2

(2)

Vicky Eggertsson

8.697

8.84; 8.66; 8.59 (of 11)

3

(3)

Bergþór Eggertsson

8.667

8.71; 8.66; 8.63 (of 15)

4

(5)

Ladina Sigurbjörnsson-Foppa

8.437

8.59; 8.38; 8.34 (of 8)

5

(6)

Melanie Müller-DE

8.407

8.63; 8.46; 8.13 (of 6)

6

(4)

Guðmundur Einarsson

8.307

8.54; 8.42; 7.96 (of 7)

7

(7)

Carina Piber

8.267

8.63; 8.50; 7.67 (of 5)

8

(8)

Davíð Jónsson

8.250

8.33; 8.25; 8.17 (of 7)

9

(9)

Marie Lange-Fuchs

8.043

8.08; 8.05; 8.00 (of 7)

10

(10)

Sigurður Vignir Matthíasson

8.027

8.29; 8.00; 7.79 (of 6)