þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimslistinn í fjórgangi

23. júlí 2019 kl. 13:00

Árni Björn Pálsson og Flaumur

Árni Björn og Flaumur efstir, Jolly Schrenk mætir ekki með Glæsi á HM!

 

 

Nú er flestum þeim alþjóða mótum (e. world ranking) lokið sem fyrirhuguð voru í aðdraganda heimsmeistaramóts. Flestar þær þjóðir sem tilkynnt hafa um þátttöku á HM í Berlín hafa gefið það út hvaða hross og knapar mæta til leiks fyrir þeirra hönd.

Heimslistinn (e.world ranking) er því orðinn mjög marktækur og lýsandi fyrir árangur knapa undanfarinn tvö ár. Stöðulistinn er reiknaður út frá þremur bestu einkunnum knapa í hverri keppnisgrein óháð því hvaða hest hann situr.

Þegar stöðulistinn í fjórgangi er skoðaður sést að Árni Björn fer úr þriðja sætinu í það fyrsta. Árangur hans á Flaumi frá Sólvangi hefur verið stórkostlegur í vor og er hann eini knapinn á listanum með yfir 8,0 í meðaleinkunn.

Fast á hæla hans fylgir Lisa Drath en hún hefur keppt á þremur hæstum í fjórgangi undanfarinn tvö ár þeim Kjalari frá Strandarhjáleigu, Verði frá Sturlureykjum og Speli frá Njarðvík. Hæstu einkunnir eru þó á Kjalari, en hún mætir á honum á HM.

Í þriðja sætinu er Jolly Schrenk og er hestur hennar Glæsir von gut Wertheim. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt að hún mæti ekki með hann á HM. Hinsvegar mætir hún á Verði frá Sturlureykjum sem Lisa Drath hefur keppt á undanfarinn ár.

 

Sæti.

var áður.

Knapi

Meðaltal

3 hæstu einkunnir

1

(3)

Árni Björn Pálsson

8.020

8.03; 8.03; 8.00 (of 7)

2

(1)

Lisa Drath

7.910

7.93; 7.90; 7.90 (of 13)

3

(2)

Jolly Schrenk

7.900

8.03; 7.97; 7.70 (of 8)

4

(4)

Elise Lundhaug

7.723

7.87; 7.70; 7.60 (of 16)

5

(5)

Jóhann R. Skúlason

7.690

7.93; 7.67; 7.47 (of 5)

6

(6)

Elín Holst

7.667

7.73; 7.70; 7.57 (of 6)

7

(11)

Vanessa Reisinger

7.620

7.63; 7.63; 7.60 (of 6)

8

(8)

Irene Reber

7.577

7.87; 7.43; 7.43 (of 11)

8

(10)

Karly Zingsheim

7.577

7.83; 7.53; 7.37 (of 5)

10

(9)

Nils Christian Larsen

7.570

7.57; 7.57; 7.57 (of 15)