sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimslistinn í fimmgangi

24. júlí 2019 kl. 09:00

Viking frá Österaker í kynbótasýningu á HM 2015

Olil Amble hástökkvari á listanum, Vignir Jónasson efstur

 

 

Nú er flestum þeim alþjóða mótum (e. world ranking) lokið sem fyrirhuguð voru í aðdraganda heimsmeistaramóts. Flestar þær þjóðir sem tilkynnt hafa um þátttöku á HM í Berlín hafa gefið það út hvaða hross og knapar mæta til leiks fyrir þeirra hönd.

Heimslistinn (e.world ranking) er því orðinn mjög marktækur og lýsandi fyrir árangur knapa undanfarinn tvö ár. Stöðulistinn er reiknaður út frá þremur bestu einkunnum knapa í hverri keppnisgrein óháð því hvaða hest hann situr.

Sænskir landsliðsmenn í tveimur af þremur efstu sætum.

Efstur á heimslistanum í fimmgangi er Vignir Jónasson og er hestur hans Viking frá Österaker. Vignir mætir á honum til leiks á HM og verður að teljast einn af þeim sigurstranglegustu.

Í öðru sæti er Frauke Schenzel og eru það tveir hestar sem liggja til grundvallar hjá henni. Annars vegar Gustur vom Kronshof, en Frauke er ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi á Gusti. Hinsvegar Óðinn vom Habichtswald. Frauke mætir með Gust á heimsmeistaramótið.

Í þriðja sæti er Caspar Hegardt. Keppnishestur hans er Oddi fran Brösarpsgarden og eru þeir, eins og Vignir, fulltrúar Svíþjóðar á HM.

Efstur Íslendinga er Þórarinn Eymundsson. Tveir hestar liggja að baki árangri hans en það eru þeir Þráinn frá Flagbjarnarholti og Vegur frá Kagaðarhóli.

Olil Amble er hástökkvarinn á Álfarni frá Syðri-Gegnishólum. En hún fer úr 42 sæti frá því á síðasta lista í það sjötta. Hún á hæstu einkunn síðustu tveggja ára í fimmgangi, ásamt Vigni og Viking, en sú einkunn er 7,77. Hæstu tveir einkunnir hennar eru á Álfarni en hún hefur einnig keppt í ár á Álffinni frá Syðri-Gegnishólum og er hann einnig til grundvallar við útreikning hennar.

 

sæti.

var áður.

Knapi

Meðaltal

Hæstu þrjár einkunnir

1

(1)

Vignir Jónasson

7.643

7.77; 7.63; 7.53 (of 7)

2

(3)

Frauke Schenzel

7.613

7.67; 7.60; 7.57 (of 13)

3

(2)

Caspar Hegardt

7.557

7.57; 7.57; 7.53 (of 11)

4

(4)

Vicky Eggertsson

7.500

7.63; 7.50; 7.37 (of 10)

5

(5)

Þórarinn Eymundsson

7.377

7.73; 7.27; 7.13 (of 7)

6

(42)

Olil Amble

7.367

7.77; 7.33; 7.00 (of 6)

7

(6)

Lisa Drath

7.343

7.60; 7.30; 7.13 (of 6)

7

(7)

Magnús Skúlason

7.343

7.40; 7.33; 7.30 (of 8)

9

(8)

Agnar Snorri Stefánsson

7.267

7.43; 7.27; 7.10 (of 4)

9

(8)

Teitur Árnason

7.267

7.47; 7.20; 7.13 (of 6)