föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimslistinn í 250 metra skeiði

25. júlí 2019 kl. 09:15

Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II.

Íslendingar áberandi á stöðulista í 250 metra skeiði

Nú er flestum þeim alþjóða mótum (e. world ranking) lokið sem fyrirhuguð voru í aðdraganda heimsmeistaramóts. Flestar þær þjóðir sem tilkynnt hafa um þátttöku á HM í Berlín hafa gefið það út hvaða hross og knapar mæta til leiks fyrir þeirra hönd.

Heimslistinn (e.world ranking) er því orðinn mjög marktækur og lýsandi fyrir árangur knapa undanfarinn tvö ár. Stöðulistinn er reiknaður út frá þremur bestu einkunnum knapa í hverri keppnisgrein óháð því hvaða hest hann situr.

Fáar keppnisgreinar eru á jafn mikilli uppleið og skeiðgreinar og  er mikil þátttaka í þessum greinum í flestum aðildarlöndum FEIF. Knapar leggja mikinn metnað í að mæta með skeiðhesta sína vel undirbúna þar sem hugað er að öllu atlæti.

Þegar heimslistinn í 250 metra skeiði er skoðaður sést það vel hversu fljótir hestarnir eru, og margir hestar fara undir 22 sekúndum í þessari lengstu hlaupalengd skeiðgreina.

Efstur á heimslistanum er Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu en þeir eiga ótrúlegan feril að baki og eru heimsmetshafar í þessari grein á tímanum 21,15 sekúndum.

Í öðru sæti á listanum er annar af fulltrúum Íslands í 250 metra skeiði, Guðmundur Björgvinsson og Glúmur frá Þóroddsstöðum. Glúmur er öskufljótur og þegar hann hittir á sprettinn þá ná fáir hestar sömu hröðun og Glúmur. Spennandi að sjá hvernig þeim Guðmundi og Glúm tekst til á HM.

Í þriðja sæti á listanum er ríkjandi heimsmeistari í þessari grein Markus Albrecht Schoch og Kóngur frá Lækjamóti. Þeir félagar eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu og ætla sér að verja titilinn.

 

 

Sæti. Var áður.  Knapi                           Meðaltal     Þrír bestu timar

1       (1)             Konráð Valur Sveinsson               21.267     21.15"; 21.23"; 21.42" (of 10)

2       (2)             Guðmundur Björgvinson              21.413     21.22"; 21.29"; 21.73" (of 5)

3       (3)             Markus Albrecht Schoch              21.590     21.46"; 21.62"; 21.69" (of 9)

4       (4)             Árni Björn Pálsson        21.607     21.30"; 21.62"; 21.90" (of 5)

5       (5)             Sigurbjörn Bárðarson   21.633     21.16"; 21.80"; 21.94" (of 8)

6       (6)             Aðalsteinn Aðalsteinsson             21.680     21.54"; 21.63"; 21.87" (of 6)

7       (7)             Þorvaldur Árnason        21.753     21.65"; 21.71"; 21.90" (of 5)

8       (8)             Charlotte Cook             21.923     21.72"; 22.01"; 22.04" (of 10)

9       (12)           Viktoria Große              22.020     21.69"; 21.73"; 22.64" (of 7)

10     (10)           Thomas Vilain Rørvang 22.067     21.73"; 22.23"; 22.24" (of 9)