föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimslistinn í 100 metra skeiði

27. júlí 2019 kl. 20:50

Fröken frá Bessastöðum og Jóhann Magnússon

íslendingar í þremur efstu sætum!

Nú er flestum þeim alþjóða mótum (e. world ranking) lokið sem fyrirhuguð voru í aðdraganda heimsmeistaramóts. Flestar þær þjóðir sem tilkynnt hafa um þátttöku á HM í Berlín hafa gefið það út hvaða hross og knapar mæta til leiks fyrir þeirra hönd.

Heimslistinn (e.world ranking) er því orðinn mjög marktækur og lýsandi fyrir árangur knapa undanfarinn tvö ár. Stöðulistinn er reiknaður út frá þremur bestu einkunnum knapa í hverri keppnisgrein óháð því hvaða hest hann situr.

Þegar heimslistinn í 100 metra skeiði er skoðaður má sjá að efstu þrír knapar eru Íslenskir. Þetta eru þeir Konráð Valur, Jóhann Magnússon og Guðmundur Björgvinsson. Þýski meistarinn Helen Klaas er í fjórða og heimsmeistarinn í 250 metra skeiði Markus Albrecht og Kóngur frá Lækjamóti í því fimmta.

Konráð Valur er í efsta sæti á heimslistanum í 100 metra skeiði líkt og í 250 metra skeiði. Árangur hans í skeiðgreinum er frábær og hefur teflt fram í ár tveimur mjög fljótum hestum. Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu hefur verið hans helsti keppnishestur undanfarinn ár og eiga þeir marga titla saman. Í ár er hann einnig að keppa á Losta frá Ekru í 100 metra skeiði og verður hann fulltrúi Íslands á HM á honum. Hann á besta tíma ársins 7,30 sekúndur en þeim tíma náði hann á Íslandsmótinu bæði á Losta og Kjarki.

Annar á listanum er Jóhann Magnússon sem er að ná frábærum árangri á hryssu úr eigin ræktun, Fröken frá Bessastöðum. Fröken hefur m.a. hlotið 10,0 fyrir skeið í kynbótadómi. Fröken er einungis átta vetra gömul og er að stíga sín fyrstu skref í skeiðgreinum og hér er á ferðinni eitt mesta efni undanfarinna ára í þeim greinum. Jóhann og Fröken eiga eftir að láta til sín taka á næstu árum í keppni í skeiði.

Þriðji á listanum er svo heimsmeistaramóts farinn Guðmundur Björgvinsson og er hestur hans Glúmur frá Þóroddsstöðum. Glúmur er óhemju fljótur og á m.a. Íslandsmetið í þessari grein. Guðmundur og Glúmur ætla sé sigur á HM en til þess þurfa þeir að sigra marga fljóta skeiðhesta og þeirra í meðal Losta frá Ekru og Konráð Val.

Sæti.

Var áður.

Knapi

Meðaltal

Þrír bestu tímar

1

(2)

Konráð Valur Sveinsson

7.310

7.30"; 7.30"; 7.33" (of 11)

2

(5)

Jóhann Magnússon

7.393

7.33"; 7.38"; 7.47" (of 6)

3

(1)

Guðmundur Björgvinson

7.447

7.39"; 7.42"; 7.53" (of 4)

3

(4)

Helen Klaas

7.447

7.36"; 7.42"; 7.56" (of 7)

5

(3)

Markus Albrecht Schoch

7.457

7.40"; 7.48"; 7.49" (of 7)

6

(7)

Charlotte Cook

7.503

7.43"; 7.50"; 7.58" (of 15)

7

(8)

Viktoria Große

7.507

7.40"; 7.47"; 7.65" (of 13)

8

(6)

Árni Björn Pálsson

7.510

7.49"; 7.51"; 7.53" (of 7)

9

(11)

Ásmundur Ernir Snorrason

7.520

7.45"; 7.55"; 7.56" (of 8)

10

(10)

Carina Jylebäck

7.543

7.50"; 7.54"; 7.59" (of 9)