sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimslisti í slaktaumatölti

26. júlí 2019 kl. 14:00

Jolly Schrenk [DE] - Glæsir von Gut Wertheim

Tveir efstu hestar á heimslista ekki á HM

 

 

Nú er flestum þeim alþjóða mótum (e. world ranking) lokið sem fyrirhuguð voru í aðdraganda heimsmeistaramóts. Flestar þær þjóðir sem tilkynnt hafa um þátttöku á HM í Berlín hafa gefið það út hvaða hross og knapar mæta til leiks fyrir þeirra hönd.

Heimslistinn (e.world ranking) er því orðinn mjög marktækur og lýsandi fyrir árangur knapa undanfarinn tvö ár. Stöðulistinn er reiknaður út frá þremur bestu einkunnum knapa í hverri keppnisgrein óháð því hvaða hest hann situr.

Þegar heimslistinn í slaktaumatölti er skoðaður má sjá að tveir efstu hestar á listanum taka ekki þátt í Heimsmeistaramótinu. Þetta er annars vegar Jolly Schrenk með Glæsir vom Gut Wertheim og hinsvegar Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með Óskar frá Breiðstöðum.

Jolly mætir ekki með Glæsir á HM vegna þess að hann er slasaður, Aðalheiður mætir ekki með Óskar þar sem hún stefndi ekki með hann út að svo stöddu.

Í þriðja sæti á listanum er Stefan Schenzel með Óskadís vom Habicthswald. Hann er efstur á þessum lista af þeim hestum sem mæta á HM.

Af þessum sökum er erfitt að ráða í það hver sigrar keppni í slaktaumatölti á HM. Ljóst er þó að Íslendingar munu að öllum líkindum eiga þrjá þáttakendur í slaktaumatölti fullorðinna þá Mána Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi, Ásmundur Ernir og Frægur frá Strandarhöfði og Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey en heyrst hefur að hann ætli sér að keppa á henni í fjórgangi og slaktaumatölti.

 

 

Pos.

Prev.

Rider

Average

Best 3 marks

1

(1)

Jolly Schrenk

8.823

8.87; 8.80; 8.80 (of 8)

2

(9)

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

8.320

8.83; 8.13; 8.00 (of 4)

3

(10)

Stefan Schenzel

8.257

8.53; 8.37; 7.87 (of 7)

4

(3)

Dörte Mitgau

8.213

8.37; 8.17; 8.10 (of 13)

5

(2)

Frauke Schenzel

8.210

8.33; 8.33; 7.97 (of 11)

6

(5)

Nils Christian Larsen

8.190

8.37; 8.20; 8.00 (of 6)

7

(4)

Julie Christiansen

8.123

8.37; 8.03; 7.97 (of 16)

8

(6)

Nicolai Friedemann Breuer

8.077

8.40; 7.93; 7.90 (of 12)

9

(7)

Catherina Müller

8.000

8.30; 7.90; 7.80 (of 6)

10

(11)

Naty Müller

7.937

8.17; 7.97; 7.67 (of 12)