þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsklassa Hulda

odinn@eidfaxi.is
24. mars 2017 kl. 00:27

Hulda og Birkir frá Vatni.

Spennandi úrslit í fimmgangskeppni MD2017 í Spretti.

Hulda Gústafsdóttir landaði sigri í fimmgangskeppni Meistaradeildar með öruggri og faglegri reiðmennsku í úrslitum nú í kvöld á hesti sínum Birki frá Vatni. Með því skaut hún Guðmundi Björgvinssyni á Sjóð frá Kirkjubæ aftur fyrir sig en þeir komu efstir inn í úrslit. Þriðju urðu Jakob Sigurðsson á Skýr frá Skálakoti sem tók þátt í sinni fyrstu fimmgangskeppni.

Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:

1. Hulda Gústafsdóttir            Birkir frá Vatni            Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.43    

2. Guðmundur Björgvinsson   Sjóður frá KirkjubæHestvit / Árbakki / Svarthöfði      7.21    

3. Jakob Svavar Sigurðsson     Skýr frá Skálakoti        Top Reiter       7.10    

4. Þórarinn Ragnarsson          Hildingur frá Bergi      Hrímnir / Export hestar          7.02    

5. Árni Björn Pálsson  Oddur frá Breiðholti í Flóa     Top Reiter       7.00    

6. Daníel Jónsson        Þór frá Votumýri 2      Gangmyllan    6.98    

7. Teitur Árnason        Hafsteinn frá Vakurstöðum    Top Reiter       6.38