þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsins stærsti hestur -

4. maí 2010 kl. 15:47

Mynd: Associated Press.

Heimsins stærsti hestur -

Big Jake er 9 vetra geldingur af belgísku kyni. Hann býr á Smokey Hollow Farm, sem er búgarður nærri bænum Poynette í Wisconsin í Bandaríkjunum.. 

Jerry Gilbert, eigandi hestsins, fékk nýlega staðfestingu á því frá Guinness World Records að Big Jake væri heimsins stærsti hestur og sé tæpum sjö sentimetrum hærri en fyrrum heimsmethafi.

Hann er hvorki meira né minna en 210,185 cm á herðakamb og vegur rúmt tonn eða nánar tiltekið 1179,43 kg. Engin smá smíði þessi hestur, þó eigandinn lýsi honum sem "ljúfum risa".

Sjá tvö myndbönd af Big Jake hér með í fréttinni.