laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimsbikarinn 2010 / World Cup 2010

27. október 2009 kl. 11:51

Heimsbikarinn 2010 / World Cup 2010

Heimsbikarinn eða World Cup 2010 er árlegur viðburður í Arena Fyn Óðinsvéum í Danmörku. Dagana 19. og 20.febrúar 2010 verður keppt í fjórgangi, fimmgangi og tölti, auk þess sem ungmenni keppa sín á milli. Laugardagurinn er langur með mörgum áhugaverðum atriðum, en auk A- og B-úrslita í íþróttakeppninni verður folaldasýning, stóðhestasýning, fyrirlestrar og fleiri skemmtiatriði.

Þátttökuskilyrði eru þau að keppnisparið hafi náð 6,5 eða hærra á Heimslista FEIF (FEIF World Ranking). Það má því búast við góðum hestum og knöpum í Arena Fyn. Eftirtaldir knapar og verðlaunahafar frá HM verða meðal þátttakenda: Jóhann R. Skúlason, Stian Pedersen, Uli Reber, Lucia Koch, Tina Kalmo Pedersen, Julie Christiansen, Frauke Schenzel, Samantha Leidesdorff og fleiri.

Keppt er um vegleg verðlaun en veitt eru peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum flokkum. 1. sætið gefur 1.500 EUR, 2.sætið 750 og 3.sætið 375 EUR.

Það verður gaman að fylgjast með undirbúningi þessa sterka móts. Hægt er að fylgjast með á www.worldtoelt.dk