þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimarétt Worldfengs

26. janúar 2017 kl. 13:30

Hersir frá Lambanesi. Knapi Agnar Þór

Leiðbeiningar um nýjungar í heimarétt hvers hrossaeiganda

Eins og fram hefur komið á forsíðu WF voru skýrsluhaldsskil dræm fyrir áramótin en heldur hefur nú ræst úr síðan þá. Margir lentu t.d. í basli með fangskráningu en þökk sé góðum ábendingum frá notendum hafa nú verið gerðar nokkrar breytingar á kerfinu, þannig vonandi er það aðgengilegra. Þeir sem hafa lent í basli með að skila eru hvattir til að prófa aftur. Vonandi hefur tekist að laga það sem ekki var að virka nógu vel. Þróun á heimaréttinni verður haldið áfram og ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar. Hægt er að senda t-póst á netfangið halla@rml.is eða taka upp símann og hringja í síma 516-5024.

Til að hægt sé að ganga frá skýrsluskilum þarf að vera búið að gera grein fyrir ástæðum förgunar (eingöngu sýnilegt skrásetjurum og eiganda) og fangskráningu á allar hryssur (var þeim haldið eða ekki). Síðan er mjög gott að fara í flipann „umráðamaður“ og skoða hvort hrossin í heimaréttinni hafi ekki öll skráðan umráðamann. Eigandi kemur oftast sjálfkrafa inn sem umráðamaður en þar sem eigendur eru fleiri en einn þarf að ákveða hver verði skráður umráðamaður. Hross sem skráð eru í eigu barna yngri en 18 ára þurfa að hafa einhvern fullorðinn umráðamann. Hross í eigu fyrirtækja þurfa að vera skráð á umráðamann. Eigandi getur breytt umráðamanni þegar honum hentar að gera það, t.d. ef hann lánar einhverjum hross í lengri tíma. Umráðamaður getur ekki breytt upplýsingum um hross sem ekki eru í hans eigu. Hugmyndin er að næsta haust verði hægt að skila haustskýrslu til MAST í gegnum WF og þá þarf að vera skráður umráðamaður með öllum hrossum.

Sjá Nánar:

Heimarétt - leiðbeiningar 2016