miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimalningar hjá Robba

24. janúar 2014 kl. 10:00

Sandra, Ingibjörg, Grána, Jói og Robbi tóku vel á móti Eiðfaxa.

Fjör í félagshesthúsi í 1. tbl. Eiðfaxa.

Vöntun á félagsreknum hesthúsum hefur verið í deiglunni í tengslum við nýliðun í hestamennsku. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbæri. Í Faxabóli í Víðidal hefur Róbert Pedersen rekið félagshesthús í sextán ár. Þar stunda nú rúmlega tuttugu hestamenn áhugamál sitt af kappi. Eiðfaxi kíkti í heimsókn.

“Mér finnst alltaf gott að sitja hér og spjalla á meðan hestarnir eru úti að viðra sig,” segir Sandra um leið og hún býður blaðamanni heitt kakó. Hún hefur verið svokallaður “heimalningur” hjá Robba í áratug. “Ég fékk reiðnámskeið í afmælisgjöf þegar ég flutti til landsins. Robbi kenndi þar grundvöllinn í reiðmennsku. Síðar útvegaði hann mér hest til kaups. Hann hefur ekki losnað við mig síðan,” segir Sandra og hlær.

Viðtal við reiðkennarann Róbert og hestakonurnar Söndru og Ingibjörgu má nálgast í 1. tölublaði Eiðfaxa sem berst áskrifendum eftir helgi. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.