föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heimaey heilsar – ævintýraferð í Eyjum

8. febrúar 2011 kl. 13:26

Heimaey heilsar – ævintýraferð í Eyjum

Sökum hins illræmda smitandi hósta í hrossum var minna um hestaferðir landans en ella síðastliðið sumar. EN...

Ásta Friðrika Björnsdóttir og fjölskylda hennar dóu ekki ráðalaus og fóru í stutta ferð seinni part sumars til Vestmannaeyja.

Þar kynntu þau sér fjölskylduvæna afþreyingamöguleika og fræddust um menningu eyjanna siglandi, hjólandi og á hestbaki. “Við áðum í hrauninu og horfðum yfir bæinn á meðan hrossin kroppuðu. Þetta var sannarlega öðruvísi reiðtúr og krakkarnir upplifðu það mjög sterkt. Að ríða þarna um, jafnvel hús grafin undir fótum okkar og sums staðar sáum við hús sem höfðu að einhverju leyti grafist undir hrauni og verið grafin upp, var mjög lærdómsríkt og sérstakt og það var sannkallaður ævintýrablær yfir túrnum,” segir Ásta Friðrika meðal annars um upplifunina.

Ferðasaga Ástu Friðriku er meðal efnis í fyrsta tölublaði Eiðfaxa sem kemur út í vikunni.