sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heill heimur af fróðleik

14. desember 2011 kl. 12:17

Heill heimur af fróðleik

Síðastliðið haust sendi Ingimar Sveinsson, kennari á Hvanneyri og fræðimaður, frá sér bókina Hrossafræði Ingimars.

Í jólablaði Eiðfaxa fjallar Kári Arnórsson um bókina:

„Hrossafræði Ingimars, er víðtækt fræðirit sem tekur á flestum þáttum er hestinn varða. Segja má að mottó hennar gæti verið: Velferð íslenska hestsins í uppeldi og notkun. Þar er hægt að finna svör við flestu því sem varðar hross frá því fyljun á sér stað þar til hrossið hefur verið tamið til reiðar. Bókin er því mjög gagnlegt uppflettirit, en til þess að hún nýtist sem slík þá þarf að lesa hana til hlítar. Það er þess virði, því bókin er heill heimur af fróðleik.“

Hrossafræði Ingimars fæst hér í vefverslun Eiðfaxa. Tilvalin jólagjöf fyrir hestamanninn!