þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heildræn meðferð á hestum

31. ágúst 2014 kl. 13:52

Sigurður J. Einarsson hefur ár þróað sína eigin meðhöndlun á hrossum.

Aukin ásókn í fjölþætta meðhöndlun Sigurðar J. Einarssonar.

Sigurður J. Einarsson bowen-tæknir hefur undanfarin fjögur ár þróað sína eigin meðhöndlun á hrossum. Hann notar meðal annars svæðanudd, bowen-tækni, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og nálastungupunkta til að losa um spennu og streitu.

Flestir skjólstæðingar Sigurðar eru keppnis- og kynbótahross og var því í nógu að snúast hjá Sigurði í vor og sumar. Hann tekur dæmi um algengan kvilla. „Hestarnir eru hágengir og mikil vinna fer því fram í öxlum. Hreyfingarnar eru hestinum ekki eðlilegar, heldur er þetta eitthvað sem maðurinn er að kalla fram í þjálfun. Í axlasvæðinu safnast því oft upp bólgur og stífleiki sem þarf að losa,“ segir Sigurður í viðtali sem má nálgast í 8. tölublaði Eiðfaxa.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.