föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heilagur Nikulás á íslenskum hesti

5. desember 2014 kl. 09:45

Heilagur Nikulás sat íslensku hryssuna Soffíu þegar hann fór um Weesp í morgun og færði börnum sætindi og ávexti. Mynd/Marije Rauwerda

Soffía flutti biskupinn á milli staða.

Í dag 5. desember halda Hollendingar hátíðlegan dag heilags Nikulásar (Sinterklaas). Samkvæmt gamalli sagnahefð kemur hann ríðandi á hvítum hesti, en honum til aðstoðar er svarti Pétur, sem er vel að merkja góður og gefur börnum sætindi og ávexti úr stigapoka. Heilagur Nikulás er talinn fyrirmynd af hinum vestræna jólasveini (Santa Claus).

Í Weesp, einu af úthverfum Amsterdam, brá svo við í ár að heilagur Nikulás kom ríðandi á íslenskum hesti sem tryggði að hann kæmist heilu og höldnu á milli staða. Þarna er um að ræða hryssuna Soffíu frá Wyler en hún er í eigu systranna Marije og Cunera Rauwerda, sem eiga og reka hrossaræktarbúið Skot í Weesp í Hollandi.