þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heiðursverðlaun í höfn

odinn@eidfaxi.is
5. júní 2014 kl. 06:00

Gunnhildur 6v. klárhryssa gerði góða hluti og flaug inná landsmót. 9,0 fyrir tölt,stökk vilji og fergurð í reið

Vilmundur frá Feti

Í nýjasta tölublaði Eiðfaxa er spáð í spilin með hvaða hestar berjist um Sleipnisbikarinn í ár. Þar eru nefndir til sögunar líklegustu hestarnir til þess að hljóta þessa æðstu viðurkenningu hrossaræktarinnar.

Einn þeirra sem nefndur er í greininni er Vilmundur frá Feti en þegar kynbótamatið var reiknað síðast var hann með 41 dæmt afkvæmi og 125 stig í aðaleinkunn.

Nú hefur hann náð yfir 50 afkvæma lágmarkið og er því í höfn hvað það varðar, erfitt er að spá um hvert kynbótamat stóðhestanna verður þegar það verður reiknað upp seinni hluta mánaðarins.

Vilmundur er sonur Vigdísar frá Feti og Orra en hann er fæddur Brynjari Vilmundarsyni en núverandi eigandi hans er Hrossaræktarbúið á Feti. Vilmundur stóð efstur í 5 vetra flokki stóðhesta á LM2006 með 8,56 í aðaleinkunn, en hæst dæmda afkvæmi hans er Frakkur frá Langholti. Hæst dæmda dóttir hans er hins vegar Brigða frá Brautarholti með 8,53 í aðaleinkunn.

Árangur Fetbúsins hefur verið góður í vor og hefur Ólafur Andri svo sannarlega skipað sér á fremsta bekk sýningarmanna. Nú þegar hafa sjö hross tryggt sér þátttöku á kynbótasýningum LM2014 á Gaddstaðaflötum.

Eins og fyrr sagði þá er Vilmundur fæddur Brynjari, en hrossin fædd 2008 og seinna koma aftur á móti úr ræktuninni eftir að Karl Wernersson tók við búinu og hefur stýrt því allt frá árinu 2007, en þá réði hann sér til halds og trausts Svarfdælinganna Ingu Maríu og Anton Pál.