sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heiðurshestur, Landsþing og Orri

1. janúar 2015 kl. 14:00

Pur Cheval teymið á götum Parísar en Íslenski hesturinn var valin heiðurshestur ársins í Frakklandi. Til vinstri; Jennifer Evelön og Roði, Charlotta Gripenstam og Andri, Charlotte Rabouan og Svala og Berglind og Bugt

Haust - Annáll 2014

Þegar sumrinu sleppti fóru hestamenn inn á við og ræddu stöðu hestamennskunnar og mótuðu framtíðastefnur. Þetta bar til tíðinda í haust:

 • Landsþing hestamanna var haldið í október. Mikil dramatík var á landsþinginu og fór það svo að Haraldur Þórarinsson þáverandi formaður LH sagði af sér ásamt allri stjórn LH. Landsþinginu var því frestað og fór fram í byrjun nóvember. Nýr formaður var valin, Lárus Ástmar Hannesson og kosin var ný stjórn.
 • Skáreimin var leyfð á ný.
 • Breytt var um staðarval Landsmóts hestamanna 2016 en ákveðið var að færa það á Hóla í Hjaltadal.
 • Hrossarækt ehf. styrktu reiðþjálfun fatlaðra um rúmar tvær milljónir. Styrkupphæðin er afrakstur stóðhestahappdrættis og uppboðs á folatollum og listaverki.
 • Lambanes var valið ræktunarbú ársins.
 • Samba frá Miðsitju hlaut Glettubikarinn.
 • Ákveðið var að halda Íslandsmót 2015 í Spretti.
 • Fjórðungsmót Austurlands mun verða haldið á Stekkhólma í nágrenni Egilsstaða.
 • Kynbótajöfur íslenskrar hrossastofnar féll frá en Orri frá Þúfu kvaddi þennan heim í lok september.
 • Greinilega hefur dregið úr tíðni áverka í munni frá árinu 2012 bæði í keppni og kynbótasýningu.
 • Íslenski hesturinn var valin heiðurshestur Frakklands.