laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heiðraði minningu þriggja kvenna

17. desember 2014 kl. 12:00

"Ég veit aldrei hvað fólk er gamalt. Ég miða bara við hvað fólk er andlega og líkamlega lifandi. Og þá mest andlega,“ segir Anna m.a. í viðtalinu. Hér má sjá hana í upphafi ferðar sinnar. Mynd/Steinunn Guðbjörnsdóttir

Anna Kristín Hauksdóttir ferðaðist um Ísland á hestum á 32 dögum í sumar.

Þegar Anna Kristín Hauksdóttir kvaddi vinkonu sína í hinsta sinn sagðist hún ætla að ríða þvert yfir Ísland til minningar um hana. Anna gróf upp ferðasögu móður sinnar, og vinkonu, sem lýsti reið þeirra um Ísland, og ákvað hún að fylgja í fótspor þeirra. Ferðina fór hún á 32 dögum í sumar og er hún athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að Anna Kristín er 81 árs gömul og hafði sjaldan farið á hestbak áður en hún lagði upp í reisuna löngu.

Í 12. tölublaði Eiðfaxa má lesa viðtal við Önnu Kristínu Hauksdóttur og brot úr ferðasögu vinkvennanna Valgerðar Einarsdóttur og Ástríðar Jósepsdóttur frá árinu 1925.

Tölublaðið kemur út í næstu viku. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.