miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hefur selt rekstur Top Reiter

29. mars 2014 kl. 16:00

Ásgeir Svan Herbertsson, Geiri Kóka, í Top Reiter.

Ásgeir Svan einbeitir sér að framleiðslu.

Ásgeir Svan Herbertsson, einn af eigendum Top Reiter, staðfesti í samtali við Eiðfaxa að rekstur verslunar fyrirtækisins á Íslandi væri seldur. Kaupandinn er Lífland. „Reksturinn verður áfram í óbreyttu formi og verslunin í Ögurhvarfi verður rekin áfram í óbreyttri mynd. Við viljum einbeita okkur að framleiðsluhluta fyrirtækisins sem fer fram í Þýskalandi en við fluttum þangað á síðasta ári,” sagði Ásgeir Svan.

Top Reiter International er þýskt fyrirtæki, með höfuðstöðvar á hestabúgarðinum Hrafnsholti rétt hjá Hannover og eru eigendur feðgarnir Herbert „Kóki” Ólason og Ásgeir Svan Herbertsson.

Þriðja tölublað Eiðfaxa er komið út. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is