þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

“Hefði kosið að sigra á eigin verðleikum”

24. júní 2014 kl. 17:33

Árni Björn Pálsson og Þöll frá Enni

Árni Björn er nýr sigurvegari Meistaradeildarinnar

Krýndur hefur verið nýr sigurvegari í Meistaradeild í hestaíþróttum árið 2014 eftir að áfrýjunardómstóll ÍSÍ komst að niðurstöðu varðandi dóm Þorvalds Árna Þorvaldssonar. Fór það svo að árangur hann þarnn 6.mars, eða í töltinu, var þurkaður út og missti Þorvaldur stigin sem hann hafði hlotið sem og lið hans Top Reiter / Sólning. Þurfti því að reikna niðurstöðurnar upp á nýtt og fór það svo að Árni Björn Pálsson hafði sigur úr býtum með 39 stig en Sigurbjörn varð annar með 38 stig. Lið Top Reiter / Sólningar hélt efsta sætinu en nú með 366,5 stig.

“Þetta er svolítið skrítið. Þetta er ekki voða nálægt manni núna og er maður með hugan við allt annað. Ég er mikill keppnismaður og hefði því kosið að sigra á eigin verðleikum en ekki svona. Sigur er alltaf sigur en þetta er meira svona tæknilegur sigur. Auðvitað tek ég við viðurkenningunni en þetta er allt frekar skrítið” segir Árni Björn og segist upplifa aðra tilfinningu en þessa sigurtilfinningu sem þú upplifir eftir stórsigur.