föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Hef trú á því að heitara loftslag henti Glúmi vel“

15. júlí 2019 kl. 18:55

Guðmundur Björgvinsson

Viðtal við Guðmund Björgvinsson landsliðsknapa

 

Guðmundur Björgvinsson er einn af þeim knöpum sem er í endalegum landsliðshópi Íslands sem fer út á HM í Berlín.

Hann fer með Glúm frá Þóroddsstöðum í 250 metra skeið og 100 metra skeið. Glúmur er tólf vetra gamall geldingur undan Ófeigi frá Þorláksstöðum og Veru frá Þórodddstöðum en sú var undan Klukku og Núma, sem bæði voru fædd að Þóroddsstöðum.

Guðmundur og Glúmur eiga farsælan feril að baki á skeiðbrautinni en þeir eru Íslandsmetshafar í 100 metra skeiði á tímanum 7,08 sekúndum.

Viðtal við Guðmund má nálgast á youtube rás Eiðfaxa með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

 https://youtu.be/KkTuu8AQo-E