laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haustið lyktar af réttum

2. september 2011 kl. 10:46

Stóðréttir eru að hefjast.

Fyrstu stóðréttir í Miðfjarðarrétt á morgun

Eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna verða fyrstu fjárréttir haustsins laugardaginn 3. september nk. en þá verður réttað á sex stöðum norðanlands, í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fyrsta stóðrétt haustsins verður einnig sama dag, Miðfjarðarrétt í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.

Líkt og vanalega hefur Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur hjá Bændasamtökunum haft veg og vanda að samantekt listans. Hér að neðan má sjá fjárréttir haustsins í stafrófsröð. Þá hefur Ólafur tekið saman sérstakan lista yfir réttir í Landnámi Ingólfs sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Listi yfir stóðréttir haustsins er síðan tekinn saman eftir tímasetningum.

Sjá lista yfir fjár- og stóðréttir á vef Bændasamtakanna HÉR.