miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hausti hæst dæmda útflutta hrossið

12. janúar 2015 kl. 15:52

Hausti frá Kagaðarhóli.

Efnilegur Stálasonur til Þýskalands.

Hausti frá Kagaðarhóli er hæst dæmda útflutta hross ársins 2014. Hann hlaut 8,53 í aðaleinkunn á kynbótasýningu Landsmóts.

Hausti er sjö vetra Stálasonur undan Gyðju frá Glúmsstöðum 2, sem var undan Gusti frá Hóli. Hann hlaut 8,69 fyrir kosti á Landsmótinu og 8,29 fyrir sköpulag og var i 8. sæti flokks stóðhesta 7 vetra og eldri. Hann hlaut m.a. einkunnina 9 fyrir skeið, brokk, stökk, vilja og geðslag hófa og samræmi.

Þá kom Hausti fram á nokkrum mótum á síðasta ári, undir stjórn Þórarins Eymundssonar sem jafnframt sýndi hann í kynbótadómi.

Hausti fór til Þýskalands undir lok árs en ræktendur hans eru þau Víkingur Gunnarsson og Guðrún J. Stefánsdóttir.