sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haustfundur Náttfara

8. desember 2011 kl. 11:03

Haustfundur Náttfara

Haustfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldinn í Funaborg, Melgerðismelum, föstudaginn 9. desember kl. 20:30.

Til umræðu verða stóhestamál næsta árs auk annars sem félagsmenn vilja ræða.

Gestur fundarins verður Gunnar Arnarson. Árangur fjölskyldunnar í Auðsholtshjáleigu er einstakur þegar kemur að hrossarækt og því er áhugavert að leggja við hlustir um grunninn að slíku starfi.

Vöfflukaffi í boði Náttfara og félagar hvattir til að mæta.

Stjórnin