fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haustfundur HROSSVEST

27. október 2014 kl. 12:27

Einhamar var valið Hrossaræktarbú Vesturlands í fyrra. Á myndinni er stóðhestur úr þeirra ræktun, Daggar frá Einhamri.

Hrossaræktarbú Vesturlands verður tilnefnt.

Haustfundur HROSSVEST verður haldinn sunnudaginn 23. nóvember n.k. kl. 14 á Hótelinu í Borgarnesi. Á haustfundinum verður tilnefnt hrossaræktarbú Vesturlands, veitt verða verðlaun fyrir hæstu hrossin í hverjum flokki svo og útnefndir einstaklingar til heiðursmerkis HROSSVEST.

En hér er um að ræða einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum  til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.  Auk þessa verður gestur fundarins Guðlaugur Antonsson, fyrrum hrossaræktarráðunautur, sem nú er starfsmaður MATÍS.  Hann mun koma og fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.