fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

18. október 2011 kl. 09:20

Mynd/JFH

Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður á morgun miðvikudaginn 19. október.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Sleipnis, Hliðskjálf á Selfossi (í hesthúsahverfinu Suðurtröð) og hefst kl. 20:00. Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands fer yfir kynbótasýningar ársins og hvað er framundan.  Mette Mannseth mun síðan fjalla um tamningar og þjálfun ungra hrossa sem stefnt er með í kynbótasýningu. Stjórnin hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum. Kaffi og meðlæti í boði samtakanna.

Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands