mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haustfundur hjá HEÞ

13. nóvember 2013 kl. 16:55

Hrossaræktarsamtök eyfirðinga og þingeyinga

í næstu viku

Haustfundur hrossaræktarsamtök eyfirðinga og þingeyinga verður í Ljósvetningabúð, miðvikudaginn 20. nóvember n.k og hefst kl. 20:30. Að venju verður Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur, með yfirlit um nýliðið hrossaræktarár ásamt því að fjalla um áherzlur næsta árs sem er landsmótsár. Fræðslufyrirlestur kvöldsins, um markaðsmál, verður í höndum Rúnars Þórs Guðbrandssonar.

Veittar verða viðurkenningar ársins fyrir árangur í hrossarækt innan sambandssvæðisins þar sem ræktendur þriggja efstu hrossa í hverjum flokki eru verðlaunuð.

Á fundinum verður hrossaræktarbú HEÞ 2013 kynnt, en eftirtaldir ræktendur eru tilnefndir að þessu sinn:

Akureyri, Björgvin og Helena
Litli-Dalur
Sauðanes
Sámsstaðir
Torfunes