mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haukur Tryggvason og Hetta í 4-5 sæti

7. ágúst 2013 kl. 15:33

Haukur og Hetta voru sköruleg í brautinni

Haukur Tryggvason og Hetta frá Ketilsstöðum eru jöfn Fredrik og Hrekk í 4-5 sæti

Fjórði knapinn í íslenska liðinu, Haukur Tryggvason og Hetta frá Ketilsstöðum hafa nýlokið sinni sýningu í fimmgangi. Þau hlutu mikið lófaklapp á meðan sýningunni stóð og var þetta mjög vel riðin sýning.

Hetta og Haukur hlutu 6.97 fyrir sína sýningu og eru því jafnir Fredrik Rydström og Hrekk från Hålåsen í 4.-5. sæti.

Hetta er undan Álfasteini frá Selfossi og Kjarksdótturinni Hlín frá Ketilsstöðum. Hetta er 1. verðlauna hryssa og hefur náð góðum árangri undanfarið á keppnisbrautinni.

Staðan er svona :

01: 012 Jakob Svavar Sigurðsson [IS] - Alur frá Lundum II [IS2004136409]7,30  
PREL 7,1 - 7,8 - 7,8 - 7,0 - 7,0 

01: 015 Sigursteinn Sumarliðason [IS] - Skuggi frá Hofi I [IS2005177785]7,30   
PREL
7,4 - 7,4 - 7,1 - 7,2 - 7,3 

03: 017 Eyjólfur Þorsteinsson [WC] [IS] - Kraftur frá Efri-Þverá [IS2002155250]7,13   
PREL
7,1 - 7,2 - 7,1 - 6,7 - 7,3 

04: 054 Julie Christiansen [DK] - Straumur frá Seljabrekku [IS2004125130]7,07  
PREL 7,5 - 6,9 - 6,8 - 6,6 - 7,5 

05: 010 Haukur Tryggvason [IS] - Hetta frá Ketilsstöðum [IS2004276180]6,97   
PREL
6,9 - 7,3 - 7,2 - 6,8 - 6,1 

05: 050 Fredrik Rydström [DK] - Hrekkur från Hålåsen [SE2000103623]6,97   
PREL
6,9 - 7,0 - 6,9 - 7,0 - 7,1