laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haukur og Lena knapar ársins í Þýskalandi samkvæmt kosningu isibless.de

10. desember 2009 kl. 13:07

Haukur og Lena knapar ársins í Þýskalandi samkvæmt kosningu isibless.de

Samstarfsaðili Eiðfaxa, www.isibless.de, gerði könnun meðal lesenda sinna á því, hverjir og hverjar kæmu til greina sem knapi ársins í Þýskalandi. Mjög margir tóku þátt í könnuninni og má sjá niðurstöðurnar hér fyrir neðan.

Í kvennaflokki varð heimsmeistarinn og Þýskalandsmeistarinn í fjórgangi, Lena Trappe langhlutskörpust með 40,58% atkvæða. Önnur á eftir henni varð Rúna okkar Einarsdóttir-Zingsheim með 16,75% og þriðja Frauke Schenzel með 13,22%.
 
1) Lena Trappe, 620 atkvæði
2) Rúna Einarsdóttir-Zingsheim, 256 atkvæði
3) Frauke Schenzel, 202 atkvæði
4) Melanie Müller, 198 atkvæði
5) Johanna Pölzelbauer, 140 atkvæði
6) Samantha Leidesdorff, 112 atkvæði

Í karlaflokki voru lesendur ekki alveg jafn afdráttarlausir í kosningu sinni um knapa ársins, en hlutskarpastur varð heimsmeistarinn í samanlögðum fimmgangsgreinum (ásamt Rúnu), Haukur okkar Tryggvason, en hann hlaut 23,90% atkvæða. Ekki langt undan varð hinn ungi Jonas Hassel með 21,79%, en hann stóð sig gríðarvel í keppni ungmenna á HM í Sviss og þriðji var reynsluboltinn Jens Füchtenschnieder með 19,51%.

1) Haukur Tryggvason, 441 atkvæði
2) Jonas Hassel, 402 atkvæði
3) Jens Füchtenschnieder, 360 atkvæði
4) Beggi Eggertsson, 223 atkvæði
5) Thorsten Reisinger, 215 atkvæði
6) Uli Reber, 204 atkvæði