mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hátt dæmdir stóðhestar úr landi

16. nóvember 2009 kl. 09:31

Hátt dæmdir stóðhestar úr landi

Á hverju ári fara mörg hátt dæmd og glæsileg kynbótahross úr landi. Það er eftirsjá í mörgum þeirra þó vonandi verði þau íslenska hestastofninum til framdráttar þó á erlendri grundu sé. Það sem af er ári, hafa 55 1.verðlauna hross verið flutt úr landi.

Þar á meðal eru ungar stjörnur eins og Oliver frá Kvistum (a.e. 8,67), Hnokki frá Fellskoti (a.e. 8,52), Sæfari frá Hákoti (a.e. 8,50) og Kjarni frá Auðsholtshjáleigu (a.e. 8,50). En nokkrir gamalreyndir stóðhestar eru einnig komnir á nýjar slóðir á meginlandinu. Illingur frá Tóftum (a.e. 8,73) er nú í Svíþjóð, Keilir frá Miðsitju (a.e. 8,63) er kominn til Hollands sem og Lúðvík frá Feti (a.e. 8,51). Straumur frá Sauðárkróki (a.e. 8,37) er nú hjá nýjum eigendum í Svíþjóð, Suðri frá Holtsmúla 1 (a.e. 8,31) er farinn til Þýskalands og Kjarkur frá Egilsstaðabæ (a.e. 8,28) fór til Svíþjóðar í byrjun árs.

Að auki eru þeir Tónn frá Ólafsbergi (a.e. 8,55), Grásteinn frá Brekku, Fljótsdal (a.e. 8,54) og Máttur frá Torfunesi (a.e.8,52) og Vár frá Vestra-Fíflholti (a.e. 8,50) allir farnir utan.
Hæst dæmda hryssan sem farin er úr landi er Trópí frá Hnjúki (a.e. 8,37) og fór hún til Sviss í september s.l. Gína frá Árbæ (a.e. 8,33) fór til Danmerkur í byrjun árs og eins og flestir vita varð Stakkavík frá Feti (a.e. 8,31) eftir í Sviss eftir HM.

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá tuttugu hæst dæmdu kynbótahrossin sem munu reyna fyrir sér utan upprunalandsins í framtíðinni.

IS1998187280    Illingur    Tóftum    8,73    SE
IS2004181963    Oliver    Kvistum    8,67    SE
IS1994158700    Keilir    Miðsitju    8,63    NL
IS2001101093    Tónn    Ólafsbergi    8,55    DK
IS2001175261    Grásteinn    Brekku, Fljótsdal    8,54    FI
IS2003188470    Hnokki    Fellskoti    8,52    DK
IS2002166211    Máttur    Torfunesi    8,52    CH
IS1998186918    Lúðvík    Feti    8,51    NL
IS2004186430    Sæfari    Hákoti    8,50    DK
IS2003187053    Kjarni    Auðsholtshjáleigu    8,50    CH
IS2000184656    Vár    Vestra-Fíflholti    8,50    DK
IS2001158280    Baugur    Víðinesi 2    8,48    NO
IS2001136413    Bjarmi    Lundum II    8,48    FR
IS2001157000    Glymur    Sauðárkróki    8,39    DK
IS2000256258    Trópí    Hnjúki    8,37    CH
IS2000175485    Taktur    Tjarnarlandi    8,37    BE
IS1999157004    Straumur    Sauðárkróki    8,37    SE
IS2003186731    Óratór    Vöðlum    8,35    DK
IS2002177797    Höttur    Hofi I    8,35    DE
IS2000286934    Gína    Árbæ    8,33    DK

Myndin er af Oliver frá Kvistum, knapi er Hinrik Bragason.
Heimild: www.worldfengur.com

Bændasamtök Íslands