þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hátíðleg brautskráning á Hólum

13. október 2013 kl. 22:04

Anna Rebecka situr Þjósta frá Hólum við haustbrautskráningu Háskólans á Hólum. Mynd/Guðmundur B. Eyþórsson

Anna Rebecka meðal útskrifaðra reiðkennara

Tuttugu og sex einstaklingar útskrifuðust frá hestafræðideild Háskólans á Hólum á föstudag. Alls voru 41 nemi brautskráðir við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju.

Af hestafræðideild luku 23 diplómanámi í þjálfun og reiðkennslu og einn með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu. Tveir luku diplómanámi í tamningum tamningaprófi.

Meðal nýrra reiðkennara er Anna Rebecka, en sem kunnugt er slasaðist hún alvarlega í hörmulegu slysi í september 2012. Nú, ári síðar, var hún mætt á bak og birti Hólaskóli myndir af henni þar sem hún situr hestinn Þjósta frá Hólum. Myndirnar vekja verðskuldaða athygli á fésbókarsíðu Hólaskóla þar sem fjölmargir vandamenn Önnu Rebecku hafa óskað henni til hamingju með áfangann.