laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hátíð hjá Héðni

25. júní 2010 kl. 11:50

Hefur eignast fjögur afkvæmi

Hátíð frá Ragnheiðarstöðum, sem fékk 10 fyrir tölt á LM2006 á Vindheimamelum, þá fimm vetra, verður leidd undir Héðinn frá Feti í sumar. Hátíð hefur nú eignast fjögur afkvæmi.

Hákon frá Ragnheiðarstöðum er þriggja vetra rauðskjóttur undan Álfi frá Selfossi. Um hann hefur verið stofnað hlutafélag. Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum er tveggja vetra brúnstjörnóttur undan Orra frá Þúfu. Undir hann verða leiddar miklar drottingar í sumar, svo sem Filma frá Árbæ, Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni, Keila frá Bjarnastöðum, Kórína frá Tjarnarlandi og Aða frá Brautarholti.

Harka frá Hamarsey er veturgömul jörp undan Hátíð og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu. Yngsta afkvæmi Hátíðar er svo brún hryssa undan Kráki frá Blesastöðum.