fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Harðarmenn sigruðu Sprettarana

12. apríl 2013 kl. 08:59

Harðarmenn sigruðu Sprettarana

Spurningakeppni hestamannafélaganna "Stable-quiz" fór fram í Harðarbóli í kvöld en þar vann Hestamannafélagið Hörður lið Hestamannafélagsins Spretts og mun því mæta nk fimmtudag í úrslitakeppni við lið Hestamannafélagsins Fák en það liggur í augum uppi að það verður hin mesta skemmtun því allir liðsmenn þessara félaga eru hin skemmtilegustu og fróðari en margir um hross og annað sem flokkast undir að vera allskonar vitleysa í bland við hámenningu .

Liðsmenn þurfa að vera frambærilegir leikarar og þurfti t.d  Gylfi í liði Harðar að leika hestanöfn á borð við nafnið "Limur" og af látbragði hans voru liðsfélagarnir vissir um að hann væri að túlka "Gaur, Tröllvaxinn og ýmislegt en ekki gátu þeir upp á hinu rétta á meðan að Geirþrúður hjá Spretti rótaði í hárinu á sér í túlkun sinni á "Óðu-rauðku" og Hulda Geirs greip það á lofti og æpti "Óða-rauðka!"…það skilur enginn hvernig hún fann það út en lið Spretts náði að finna út úr öllum 12 hryssunöfnunum sem þau fengu.
 
Í hlaupaspurningunum náði Tóti Péturs algjörlega yfirhöndinni og á síðustu metrunum halaði Hörður inn vinningstigin
 
Það er nokkuð víst að það verður barist í úrslitunum og bjóðum við alla velkomna í Harðarból nk fimmtudag 11.apríl.